Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 12. maí 2019 14:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: Elías Már gerði þrennu fyrir Excelsior
Mynd af Elíasi Má síðan í júlí í fyrra. Þrenna í dag!
Mynd af Elíasi Má síðan í júlí í fyrra. Þrenna í dag!
Mynd: Getty Images
Næst síðustu umferð í Hollandi var rétt í þessu að ljúka.

Meistaraefnin í Ajax lentu undir gegn Utrecht á heimavelli en komu til baka og svöruðu með fjórum mörkum. Dusan Tadic gerði tvö mörk fyrir Ajax og Klaas Jan Huntelaar og Donny van de Beek gerðu sitt markið hvor.

Á sama tíma var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tók á móti PSV, sem var fyrir umferðina með jafn mörg stig og Ajax í toppsætinu. Alkmaar gerði sér lítið fyrir og lagði PSV að velli. Albert spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins.

Í Feyenoord spilaði Robin van Persie lokaleik sinn á ferlinum fyrir Feyenoord. Den Haag var mótherji Feyenoord og unnu gestirnir 0-2 sigur. Robin van Persie var skipt út af á 93. mínútu.

Elías Már með þrennu í markaleik
Elías Már Ómarsson hefur þurft að sitja á bekknum í undanförnum leikjum og hefur ekki spilað síðan hann byrjaði gegn Herenveen þann 30. mars.

Elías Már byrjaði í dag á útivelli gegn Heracles og var kominn með tvö mörk í hálfleik. Staðn var 1-2 Excelsior í vil.

Heracles komst í 4-2 en Excelsior sneri taflinu við siðustu tuttugu mínúturnar. Á 89. mínútu jafnaði liðið leikinn og á 91. mínútu kláraði Elías Már þrennu sína.

Það var ljóst fyrir leikinn í dag að Excelsior fer í fallumspil en vonandi fyrir Elías Má er hann kominn til að vera í byrjunarliði Excelsior. Mikael Neville Anderson sat allan leikinn á varamannabekk Excelsior í dag.

Ajax 4-1 Utrecht

AZ Alkmaar 1-0 PSV

Feyenoord 0-2 Den Haag

Heracles 4-5 Excelsior
Stöðutaflan Holland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSV 26 23 3 0 81 13 +68 72
2 Feyenoord 26 19 5 2 66 21 +45 62
3 Twente 26 16 5 5 49 25 +24 53
4 AZ 26 14 7 5 53 23 +30 49
5 Ajax 26 11 8 7 57 47 +10 41
6 NEC 26 10 9 7 50 40 +10 39
7 Go Ahead Eagles 26 10 7 9 38 35 +3 37
8 Utrecht 26 9 9 8 31 33 -2 36
9 Fortuna Sittard 26 9 7 10 33 44 -11 34
10 Sparta Rotterdam 26 8 7 11 33 38 -5 31
11 Heerenveen 26 9 4 13 42 49 -7 31
12 Almere City FC 26 7 9 10 26 43 -17 30
13 Zwolle 26 7 7 12 34 47 -13 28
14 Heracles Almelo 26 7 5 14 33 58 -25 26
15 Excelsior 26 4 10 12 39 57 -18 22
16 RKC 26 6 4 16 24 43 -19 22
17 Vitesse 26 4 5 17 21 53 -32 17
18 Volendam 26 3 5 18 26 67 -41 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner