Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. ágúst 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sumum finnst Phil Collins góður, öðrum finnst Lars Ulrich góður"
Brandur Olsen.
Brandur Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er komið í bikarúrslitin eftir 3-1 sigur gegn KR á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, gerði fjórar breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Val fyrir leikinn í kvöld. Hann útskýrði það í viðtali eftir leikinn.

„Þetta er ekki svoleiðis að maður sitji heima í hvítum slopp og velti fyrir sér hvernig maður geti breytt. Ein af ástæðunum fyrir að KR-ingar eru búnir að vera virkilega góðir í sumar er að þeir hafa getað spilað á sama mannskapnum - stöðugleiki. Við höfum þurft að skipta, helvíti mikið á milli leikja."

„Í byrjun móts erum við án bakvarðar og því þarf Pétur að fara þar út. Pétur, Guðmann og Gummi (Kristjáns) hafa skipt á milli sín miðvarðarstöðum. Brynjar hefur líka komið þar inn. Fyrir leikinn í dag var það tæpt að Guðmundur Kristjáns gæti spilað. Við vissum að Guðmann gæti ekki spilað og því var þetta ákveðið púsl."

Atli Guðnason kom inn í liðið og var fínn í leiknum. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki í sumar.

„Atli Guðnason kemur inn og hann er maður stóru leikjanna. Hann er búinn að vera lengi á spýtunni, en ég vissi að hann myndi gefa sig allan í þennan leik eins og allir aðrir. Ef við gætum sett leikinn þannig upp að hann mætti svindla aðeins í varnarleik, þá væri þetta hentugur leikur fyrir hann og mér fannst hann fínn."

Óli hefur mikið álit á Færeyingnum Brandi Olsen, sem kom einnig inn í byrjunarliðið frá Valsleiknum.

„Svo vona ég það að menn sjái það að Brandur er ágætis spilari," sagði Óli en Brandur náði í víti, skoraði og lagði upp. „Þegar þú ert að koma sem erlendur leikmaður þá þarf aðeins meira en það til að sannfæra. Sumum finnst Phil Collins góður trommuleikari, öðrum finnst Lars Ulrich góður. Mér finnst Brandur frábær fótboltamaður."

Viðtalið við Óla frá því í kvöld má sjá hér að neðan.
Óli Kristjáns: Höfum síðustu daga verið að fá SMS
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner