Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 11. september 2019 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Kompany velur Van Dijk fram yfir Terry og Rio
Vincent Kompany segir að Virgil van Dijk sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi
Vincent Kompany segir að Virgil van Dijk sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi
Mynd: EPA
Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City á Englandi, segir að Virgil van Dijk sé besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Kompany hefur verið í umræðunni undanfarna daga en góðgerðarleikur tileinkaður honum fer fram í þessum skrifuðu orðum.

Belgíski leikmaðurinn, sem lék í ellefu ár með Man City, var beðinn um að velja besta varnarmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og valdi hann hollenska leikmanninn Virgil van Dijk framyfir menn á borð við John Terry og Rio Ferdinand.

„Ég myndi segja Virgil van Dijk. Hann hefur ekki verið jafn lengi og Terry og Ferdinand í deildinni en hann hefur sýnt merki um það síðustu ár að hann er betri," sagði Kompany.

„Hann hefur sýnt það að ef hann hefði verið hérna í mörg ár þá væri hann á toppnum í langan tíma. Liverpool-liðið áður en Van Dijk kom og svo eftir að hann kom, þú sérð bara tvö ólík lið og ég verð að gefa honum það," sagði hann í lokin.

Van Dijk kom til Liverpool í janúar árið 2018 en hann hefur farið í tvo úrslitaleiki í Meistaradeild Evrópu og var í sigurliðinu sem lagði Tottenham, 2-0, í júní. Liðið barðist þá við Man City um titilinn á síðustu leiktíð en endaði með 97 stig, aðeins stigi minna en Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner