Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 12. september 2019 20:40
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
3. deild: Vængir Júpiters sigruðu Skallagrím
Vængir Júpiters.
Vængir Júpiters.
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
Skallagrímur 1-3 Vængir Júpiters
1-0 Sigurjón Ari Guðmundsson ('5)
1-1 Daníel Rögnvaldsson ('17)
1-2 Magnús Pétur Bjarnason ('28)
1-3 Snorri Kristleifsson, sjálfsmark ('31)

Fyrsti leikur 21. umferðar 3. deildar karla fór fram á Skallagrímsvelli í kvöld.

Þar mættust Skallagrímur og Vængir Júpiters, heimamenn komust yfir strax á 5. mínútu þegar Sigurjón Ari Guðmundsson kom boltanum í netið.

Þessi forysta Skallagrímsmanna stóð ekki lengi því Daníel Rögnvaldsson jafnaði metin á 17. mínútu, ellefu mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir eftir mark frá Magnúsi Pétri Bjarnasyni.

Þriðja mark gestanna var sjálfsmark en það var Snorri Kristleifsson sem varð fyrir því óláni að skora það á 31. mínútu. Þetta reyndist vera lokamark leiksins og niðurstaðan því 1-3 sigur Vængja Júpiters í Borgarnesi.

Skallagrímur hefur aðeins unnið tvo leiki í sumar og er í neðsta sæti með sex stig, þeir eru því nú þegar fallnir niður um deild. Vængir Júpiters eru í 4. sæti með 41 stig en þeir eiga þó ekki möguleika á að fara upp um deild.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner