Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rússnesku landsliðsmönnunum sleppt úr fangelsi
Kokorin gerði 12 mörk í 48 landsleikjum fyrir Rússland. Ólíklegt er að hann fái að spila fyrir þjóð sína aftur.
Kokorin gerði 12 mörk í 48 landsleikjum fyrir Rússland. Ólíklegt er að hann fái að spila fyrir þjóð sína aftur.
Mynd: Getty Images
Rússnesku landsliðsmennirnir Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev, sem léku fyrir Zenit og Krasnodar tvö af bestu liðum rússneska boltans, eru lausir úr fangelsi.

Þeir gáfu sig fram til lögreglu síðasta haust eftir að hafa lamið ríkisstarfsmann á kaffihúsi auk leigubílstjóra sem var skammt frá kaffihúsinu. Birt var upptaka af kaffihúsinu þar sem Kokorin sést lemja manninn í höfuðið með stól.

Báðir mennirnir voru fluttir upp á sjúkrahús og endaði bílstjórinn með heilaskaða.

Kirill, yngri bróðir Kokorin, tók einnig þátt í árásinni og hlaut fangelsisdóm. Landsliðsmennirnir hlutu þó talsvert lengri dóm, eða 17 og 18 mánaða. Þeim var þó báðum sleppt í dag, tæpu ári síðar.

Óljóst er hvað þeir félagarnir munu gera í framtíðinni en ljóst að miklir hæfileikar leynast í fótum þeirra. Krasnodar er sagt ekkert vilja hafa að gera með Mamaev en Zenit er talið hafa áhuga á að semja aftur við Kokorin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner