Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 23. september 2019 13:00
Brynjar Ingi Erluson
FIFA velur besta leikmann heims í kvöld - Messi, Ronaldo eða Van Dijk?
Virgil van Dijk berst við Lionel Messi í kvöld
Virgil van Dijk berst við Lionel Messi í kvöld
Mynd: Getty Images
Megan Rapinoe er tilnefnd eins og Alex Morgan, liðsfélagi hennar í bandaríska landsliðinu
Megan Rapinoe er tilnefnd eins og Alex Morgan, liðsfélagi hennar í bandaríska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun í kvöld tilkynna verðlaunin fyrir besta knattspyrnumann heims en athöfnin fer fram í Mílanó á Ítalíu. FIFA skýrði verðlaunin The Best FIFA Awards eftir að sambandið sleit samstarfi sínu við France Football.

Þrír leikmenn koma til greina í karlaflokki en það eru þeir Cristiano Ronaldo hjá Juventus, Lionel Messi hjá Barcelona og svo hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk sem leikur með Liverpool.

Messi skoraði 51 mark í 50 leikjum fyrir Barcelona á síðustu leiktíð en liðið vann spænsku deildina og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Cristiano Ronaldo samdi við Juventus fyrir síðustu leiktíð og tókst að vinna ítölsku deildina með liðinu. Hann ger 28 mörk í 43 leikjum en þá vann hann einnig Þjóðadeildina með portúgalska landsliðinu.

Virgil van Dijk var púslið sem Liverpool vantaði í vörnina hjá sér en hann hefur farið í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni, þar af unnið einn og svo unnið Ofurbikar Evrópu. Hann soilaði þá til úrslita með hollenska landsliðinu í Þjóðadeildinni.

Alex Morgan, Lucy Bronze eða Megan Rapinoe?

Í kvennaflokki má finna tvær bandarískar landsliðskonur, þær Alex Morgan og Megan Rapinoe, sem fóru mikinn á HM í Frakklandi í sumar en bandaríska liðið vann mótið annað sinn í röð.

Rapinoe og Morgan skoruðu báðar 6 mörk á mótinu en þriðja tilnefningin fer til Lucy Bronze, sem leikur með enska landsliðinu, en liðið komst í undanúrslit. Bronze var þá lykilmaður með Lyon sem vann frönsku deildina, Meistaradeild Evrópu og franska bikarinn.

Þjálfari ársins - Guardiola eða Klopp?

Pep Guardiola, Jürgen Klopp og Mauricio Pochettino eru tilnefndir til verðlauna sem þjálfari ársins.

Guardiola hefur umbreytt Manchester City en liðið vann ensku úrvalsdeildina og FA- og deildabikarinn. Klopp vann Meistaradeild Evrópu með Liverpool og lenti í 2. sæti eftir æsispennandi kapphlaup við City um deildina á meðan Pochettino kom Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og 3. sæti deildarinnar.

Jill Ellis, Phil Neville og Sarina Wiegman eru tilnefnd í kvennaflokki en Ellis gerði bandaríska landsliðið að heimsmeisturum annað mótið í röð. Neville náði afar góðum árangri með enska landsliðið og Wiegman kom hollenska landsliðinu í úrslit heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner