fim 10. október 2019 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir semur við Kjartan og ræður Margréti
Kjartan Stefánsson verður áfram með Fylki.
Kjartan Stefánsson verður áfram með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Magnúsdóttir kemur inn í þjálfarateymið.
Margrét Magnúsdóttir kemur inn í þjálfarateymið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Fylkir hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kjartan Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fylki og mun hann halda áfram að þjálfa kvennalið félagsins.

Fylkir sendi frá sér tilkynningu í kvöld þess efnis. Árbæingar hafa verið að klára saminga við leikmenn og þjálfara undanfarna daga.

„Það er búið að semja við fimm manna þjálfarateymi til tvegga ára. Kjartan Stefánsson verður áfram aðalþjálfari liðsins en hann hefur gert góða hluti með liðið síðustu tvö ár," segir í tilkynningu Fylkis. Hún heldur svo áfram.

„Sigurður Þór Reynisson verður áfram aðstoðarþjálfari en hann hefur unnið með Kjartani síðustu ár. Margrét Magnúsdottir sem var yfirþjálfari hjá Val síðustu ár kemur inn í teymið en Magga er Árbæingur og spilaði með Fylki í yngri flokkum. Á sama tíma samdi félagið við Þorstein Magnússon markmannsþjálfara sem kom inn í teymið fyrir síðasta tímabil og stóð sig vel. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, fyrrum leikmaður liðsins, mun sjá um styrktarþjálfun liðsins næstu tvö árin."

Samið var áfram við sex leikmenn, allt leikmenn sem hafa leikið með Fylki undanfarin ár.

Leikmennirnir sem um ræðir eru:

„Berglind Rós Ágústsdóttir kom til Fylkis frá Val fyrir tímabilið 2017. Hún hefur staðið sig frábærlega síðan hún kom til Fylkis en hún hefur spilað 72 leiki í efstu deild, flesta þeirra með Fylki. Berglind hefur spilað 14 leiki með yngri landsliðum Íslands."

„Tinna Björg Bigisdóttir kom til Fylkis fyrir tímabilið 2017. Hún hefur spilað 29 leiki í efstu deild og 3 leiki með yngri landsliðum Íslands. Tinna missti af síðasta tímibili vegna meiðsla en verður vonandi komin á fullt skrið á næsta tímabili."

„Hulda Sigurðardóttir kom til Fylkis 2009 frá Leikni. Hún er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hún hefur hefur spilað 48 leiki í efstu deild, alla fyrir Fylki. Hulda spilaði 10 leiki með yngri landsliðum Íslands."

„Hulda Hrund Arnardóttir er uppalin í Fylki. Hún hefur spilað 68 leiki í efstu deild með Fylki. Hulda er í námi í USA en styttist í að hún klári það og komi alfarið heim. Hún spilaði 20 leiki með yngri landsliðum Íslands."

„Birna Kristín Eiríksdóttir sem er uppalin í Fylki er efnilegur leikmaður sem hefur verið óheppin með meiðsli undanfarin á. Hún hefur spilað 8 leiki í efstu deild fyrir Fylki."

„Sigrún Salka Hermannsdóttir kom í Fylki 2017 frá Sindra. Hún er varnarmaður sem hefur spilað 73 meistaraflokksleiki, þar af 21 leik í efstu deild fyrir Fylki."

„Við erum mjög sátt hér í Árbænum með þessa ráðningu á þjálfarateyminu hjá okkur og eins að ná að semja við þessa leikmenn. Við erum sannfærð um að við erum það lið sem getur boðið leikmönnum upp á bestu þjónustu á landinu eftir að hafa samið við þetta öfluga þjálfarateymi. Fylkir var með yngsta liðið í efstu deild á tímabilinu sem var að klárast og er gaman að sjá þessar ungu stelpur þróast með góðri hjálp eldri leikmanna liðsins. Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki," segir Kolbrún Arnardóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki.

Fylkir hélt sér upp í Pepsi Max-deildinni á liðnu tímabili og gerði það örugglega. Liðið hafnaði í sjötta sæti eftir að hafa komið upp úr Inkasso-deildinni árið áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner