Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 10. október 2019 21:57
Elvar Geir Magnússon
Tekur Bjössi Hreiðars við Grindavík?
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær sögur eru ansi háværar að Sigurbjörn Hreiðarsson gæti tekið við þjálfun Grindavíkur en liðið féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sagt er að Sigurbjörn hafi verið í Grindavík í dag að funda og skoða aðstæður.

Tilkynnt var á dögunum að Túfa yrði ekki áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík.

Sigurbjörn er laus allra mála hjá Val þar sem hann var aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar sem látinn var fara eftir vonbrigðin í sumar.

Sagt er að Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, hafi áhuga á að halda Sigurbirni sem er þó greinilega að skoða aðra möguleika.

Ef Sigurbjörn tekur við Grindavík er talið að Ólafur Brynjólfsson og Milan Stefán Jankovic verði honum til aðstoðar.
Athugasemdir
banner