Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 10. október 2019 21:57
Elvar Geir Magnússon
Tekur Bjössi Hreiðars við Grindavík?
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær sögur eru ansi háværar að Sigurbjörn Hreiðarsson gæti tekið við þjálfun Grindavíkur en liðið féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sagt er að Sigurbjörn hafi verið í Grindavík í dag að funda og skoða aðstæður.

Tilkynnt var á dögunum að Túfa yrði ekki áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík.

Sigurbjörn er laus allra mála hjá Val þar sem hann var aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar sem látinn var fara eftir vonbrigðin í sumar.

Sagt er að Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, hafi áhuga á að halda Sigurbirni sem er þó greinilega að skoða aðra möguleika.

Ef Sigurbjörn tekur við Grindavík er talið að Ólafur Brynjólfsson og Milan Stefán Jankovic verði honum til aðstoðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner