þri 03. desember 2019 12:21
Elvar Geir Magnússon
Færeyskur vinstri bakvörður til skoðunar hjá Val
Magnus Egilsson í leik með HB.
Magnus Egilsson í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru með færeyskan vinstri bakvörð til skoðunar, Magnus Egilsson heitir hann og er 25 ára. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Hilmarsson greinir frá þessu á Twitter.

Magnus lék sinn fyrsta landsleik fyrir Færeyjar í október þegar hann kom inn sem varamaður í leik gegn Möltu.

Bjarni Ólafur Eiríksson yfirgaf Valsmenn eftir síðasta tímabil en hann er genginn í raðir ÍBV. Bjarni hefur leikið sem vinstri bakvörður hjá Val undanfarin ár.

Magnus getur einnig leikið sem miðvörður en hann hefur undanfarin tvö ár leikið undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum. Heimir tók við þjálfun Valsmanna í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner