mið 04. desember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lemar ekki að standa undir væntingum og verðmiða
Lemar í leik með Atletico.
Lemar í leik með Atletico.
Mynd: Getty Images
Það var mikil spenna fyrir því þegar fjölhæfi miðjumaðurinn Thomas Lemar gekk í raðir Atletico Madrid.

Hann átti að vera leikmaðurinn sem átti að hjálpa Atletico að taka þetta næsta skref til að komast nær stórveldunum á Spáni, Real Madrid og Barcelona.

Einu og hálfu ári síðar hefur hann ekki enn gert það. Marca fjallar um þau vonbrigði sem hann hefur valdið.

Í 18 leikjum á þessu tímabili hefur Frakkinn ekki enn lagt upp mark eða skorað. Það er ljóst að Lemar á í vandræðum.

Hann átti þátt í sigurmarki Barcelona gegn Atletico um síðustu helgi, sem Lionel Messi skoraði. Sergi Roberto komst inn í sendingu Lemar og hóf hann sóknina sem endaði með eina marki leiksins. Lemar gerði lítið til að koma í veg fyrir markið, hann var seinn til baka.

Lemar kostaði 70 milljónir evra þegar hann var keyptur frá Mónakó sumarið 2018 og er hann næst dýrastur í sögu Atletico á eftir hinum efnilega Joao Felix.

Hinn 24 ára gamli Lemar á hins vegar eftir að sýna sínar bestu hliðar í spænsku höfuðborginni. Í 61 leik hjá Atletico er hann aðeins með þrjú mörk og sex stoðsendingar - mikið minna en það sem búist var við frá honum.
Athugasemdir
banner
banner