mið 04. desember 2019 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sassuolo, Lecce og Bologna úr leik
Paloschi skoraði í stórsigri SPAL.
Paloschi skoraði í stórsigri SPAL.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í ítalska bikarnum í dag þar sem fimm lið úr efstu deild komu við sögu.

Því voru tveir úrvalsdeildarslagir á dagskrá og lauk þeim báðum með stórsigrum heimaliðanna.

SPAL skoraði fimm mörk gegn Lecce og var staðan 4-0 í hálfleik. Giannelli Imbula, dýrasti leikmaður í sögu Stoke, skoraði eina mark Lecce í leiknum.

SPAL 5 - 1 Lecce
1-0 Igor ('18)
2-0 Alberto Paloschi ('24)
3-0 Alessandro Murgia ('31)
4-0 Thiago Cionek ('45)
4-1 Giannelli Imbula ('55)
5-1 Sergio Floccari ('84)

Udinese rúllaði þá yfir lærisveina Sinisa Mihajlovic frá Bologna og verðskuldaði sigurinn.

Heimamenn í Udine gerðu tvö mörk fyrir leikhlé og tvö mörk eftir og lokatölur urðu 4-0.

Udinese 4 - 0 Bologna
1-0 Antonin Barak ('24)
2-0 Sebastian De Maio ('42)
3-0 Rolando Mandragora ('77)
4-0 Kevin Lasagna ('92)

Sassuolo tapaði óvænt á heimavelli fyrir B-deildarliði Perugia í fyrsta leik dagsins. Heimamenn tefldu fram hálfgerðu varaliði þar sem Pedro Obiang, fyrrum leikmaður West Ham, var meðal byrjunarliðsmanna.

Gestirnir frá Perugia höfðu óvænt betur í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu mikið af marktækifærum.

Sassuolo 1 - 2 Perugia
0-1 F. Mazzocchi ('10)
0-2 H. Nicolussi ('17)
1-2 M. Bourabia ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner