Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 01. febrúar 2020 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe brást illa við skiptingu - Fær hann refsingu?
Tuchel og Mbappe ræða saman. Mbappe hafði þó ekki mikinn áhuga á að ræða málin.
Tuchel og Mbappe ræða saman. Mbappe hafði þó ekki mikinn áhuga á að ræða málin.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, stórstjarna Paris Saint-Germain, gæti fengið refsingu frá félaginu eftir að hann brást reiður við skiptingu í leik gegn Montpellier í kvöld.

PSG vann leikinn 5-0 og skoraði Mbappe eitt af mörkum PSG eftir stoðsendingu Neymar. Mbappe var tekinn af velli á 68. mínútu þegar staðan var orðin 5-0.

Úrslitin voru ráðin, en Mbappe var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Thomas Tuchel, þjálfari PSG, reyndi að ræða við hann, en Mbappe hafði lítinn áhuga á samræðum.

„Ég er þjálfarinn. Einhver verður að taka ákvörðun um hver kemur út og hver fer inn, það er ég sem geri það," sagði Tuchel eftir leikinn.

„Mbappe er mjög gáfaður, hann veit hvað hann er að gera. Honum finnst ekki gaman að fara út af, það finnst engum. Þetta eru ekki góðar myndir, en við erum ekki eina félagið sem lendir í því að þurfa að takast á við svona."

„Ég er ekki reiður, ég er sorgmæddur því þetta var ekki nauðsynlegt."

Um það hvort Mbappe fengi refsingu, sagði Tuchel: „Ég verð að sofa á því. Ég tek ákvörðun á morgun."

Myndband má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner