Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 09:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz áfram? - Raiola einn í liði varðandi Pogba
Powerade
David Luiz.
David Luiz.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helstu slúðurmolum dagsins, en BBC tók þá saman.

Chelsea er á undan Paris Saint-Germain í baráttunni um Alex Telles (27), brasilískan vinstri bakvörð Porto. (Le10Sport)

Franska félagið Lille hefur fengið fjölda tilboða í nígeríska sóknarmanninn Victor Oshimen (21), sem hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool og Tottenham. (Mail)

Arsenal er líklegast til að kaupa Arkadiusz Milik (26), pólskan sóknarmann Napoli, en það Lundúnafélagið mun fá samkeppni frá Juventus. (La Repubblica)

Arsenal mun ná samkomulagi við varnarmanninn David Luiz (33) um nýjan samning, að minnsta kosti út þetta sumar. (Evening Standard)

Manchester United telur að umboðsmaðurinn Mino Raiola sé sá eini sem vill að Paul Pogba (27) fari frá félaginu í sumar. Franski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Juventus og Real Madrid. (Times)

Barcelona mun biðja um 9 milljónir ef eitthvað félag vill fá Philippe Coutinho (27) á láni. Börsungar eru búnir að setja 71 milljón punda verðmiða á leikmanninn. (Mundo Deportivo)

Búist er við því að Everton kalli danska markvörðinn Jonas Lössl (31) til baka þegar lánssamningur hans hjá Huddersfield klárast, hann verður ekki áfram í Huddersfield. (Yorkshire Evening Post)

Celtic er að íhuga að fá markvörðinn Claudio Bravo (37) frá Manchester City. (Times)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að hann muni fríska upp á leikmannahóp sinn í sumar. (Mail)

Inter Milan vill halda kantmanninum Alexis Sanchez (31), sem samningsbundinn er Manchester United, lengur en til 30. júní, en þann dag rennur lánssamningur hans út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner