Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe og fleiri á Twitter: Justice for George
Mynd: Getty Images
Mikil umræða er um kynþáttafordóma í Bandaríkjunum eftir að lögreglumenn myrtu svartan Bandaríkjamann að nafni George Floyd. Atvikið náðist á myndband og hrinti af stað svakalegustu mótmælum sem sést hafa í langan tíma vestanhafs.

Knattspyrnuheimurinn er í stöðugri baráttu gegn fordómum og hafa atvikin í Bandaríkjunum snert við mörgum stjörnum knattspyrnunnar.

Knattspyrnumenn hafa verið óhræddir við að leggja baráttunni lið og liggja fjórir leikmenn þýska boltans undir rannsókn eftir að hafa sýnt afstöðu sína með skýrum hætti í leikjum helgarinnar.

Ekki má blanda pólitík við knattspyrnu en flestir eru á því máli að mótmæli knattspyrnumanna tengist pólitík ekki.































Athugasemdir
banner
banner
banner
banner