Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
banner
   sun 01. september 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Var bara einhver tilfinning
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Valsmönnum í stórleik 21.umferðar Bestu deildar karla á heimavelli hamingjunnar í kvöld.

Útlitið var orðið heldur svart í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sá maður styrk Víkinga og þeir snéru leiknum sér í hag og unnu virkilega sterkan endurkomu sigur.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Hvernig þeir spiluðu hérna í dag og brugðust við allskonar upp á komum. " Sagði Sölvi Geir Ottesen sem stýrði liði Víkinga í dag í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tók út leikbann.

„Við byrjuðum af mikil krafti og lendum svo í því að fá rautt spjald þarna frekar snemma í leiknum. Þeir fá svo tilviljunarkennd mörk skömmu eftir að við missum mann útaf og annað markið að sama skapi tilviljunarkennt. Þetta er bara kross fyrir og hann fer af öðrum manni og dettur fyrir þá. Við erum í flottu 'shape-i' inni í teignum þannig ekkert svo sem að setja út á það, erum nátturlega manni færri." 

„Það er bara hvernig við bregðumst við eftir að vera 2-0 undir. Við höldum áfram og við erum bara töluvert betra liðið í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda í trúnna og við ætluðum okkur sigurinn þó við værum einum manni færri og 2-0 undir að þá var bara einhver tilfining hvernig fyrri hálfleikurinn endaði. Við vorum með stjórn á leiknum einum manni færri þannig við héldum í trúnna og komum í seinni hálfleikinn bara af sama krafti."

„Það svo sem hjálpar að þeir misstu leikmann útaf og þá gengum við bara á lagið og komum okkur tilbaka með góðum stuðningi frá stúkunni." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir