Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Var bara einhver tilfinning
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Valsmönnum í stórleik 21.umferðar Bestu deildar karla á heimavelli hamingjunnar í kvöld.

Útlitið var orðið heldur svart í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sá maður styrk Víkinga og þeir snéru leiknum sér í hag og unnu virkilega sterkan endurkomu sigur.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Hvernig þeir spiluðu hérna í dag og brugðust við allskonar upp á komum. " Sagði Sölvi Geir Ottesen sem stýrði liði Víkinga í dag í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tók út leikbann.

„Við byrjuðum af mikil krafti og lendum svo í því að fá rautt spjald þarna frekar snemma í leiknum. Þeir fá svo tilviljunarkennd mörk skömmu eftir að við missum mann útaf og annað markið að sama skapi tilviljunarkennt. Þetta er bara kross fyrir og hann fer af öðrum manni og dettur fyrir þá. Við erum í flottu 'shape-i' inni í teignum þannig ekkert svo sem að setja út á það, erum nátturlega manni færri." 

„Það er bara hvernig við bregðumst við eftir að vera 2-0 undir. Við höldum áfram og við erum bara töluvert betra liðið í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda í trúnna og við ætluðum okkur sigurinn þó við værum einum manni færri og 2-0 undir að þá var bara einhver tilfining hvernig fyrri hálfleikurinn endaði. Við vorum með stjórn á leiknum einum manni færri þannig við héldum í trúnna og komum í seinni hálfleikinn bara af sama krafti."

„Það svo sem hjálpar að þeir misstu leikmann útaf og þá gengum við bara á lagið og komum okkur tilbaka með góðum stuðningi frá stúkunni." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner