Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tomasz Luba tekur við Víkingi Ó. (Staðfest)
Mynd: Víkingur Ó.
Tomasz Luba hefur verið ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvíkur en hann tekur formlega við liðinu eftir tímabilið. Hann verður einnig yfirþjálfari Víking/Reynis.

Hann tekur við af Brynjari Kristmundssyni sem tilkynnti fyrr í sumar að hann muni hætta þjálfun liðsins eftir tímabiliið.

Tomasz þekkir vel til í Ólafsvík en hann lék með liðinu frá 2010-2017. Hann var leikmaður Reynis Sandgerði árið 2009 en lauk ferlinum árið 2019 með Selfossi. Undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Selfossi og meistaraflokk Árborgar.

„Ég er virkilega ánægður og spenntur fyrir verkefninu hér í Ólafsvík. Ég geri mitt allra besta til að þróa bæði umhverfið í kringum meistaraflokk og yngri flokka Ég vil þakka öllum í Ólafsvík fyrir traustið. Ég þekki samfélagið hér mjög vel og ég veit hvað fótboltinn er samfélaginu mikilvægur."

„Á sama tima vil ég þakka Knattspyrnufélagi Árborgar og Ungmennafélagi Selfoss fyrir síðustu ár saman. Ég átti mjög góðan tíma á Selfossi sem leyfði mér þróast sem þjálfari og manneskja. Takk fyrir allt." Sagði Tomasz við undirritun samningsins.

Víkingur er í 8. sæti í 2. deild með 28 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir