Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 11:34
Fótbolti.net
Hafi barist um Evrópusæti sem hvorugt liðið átti skilið
Eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í gær.
Eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn Stjörnunni í lokaleik Bestu deildarinnar í gær, í úrslitaleik um Evrópusæti. Blikar hefðu þurft að vinna með tveggja marka mun og Stjarnan landaði því Evrópusætinu.

Þó Blikar hafi sýnt góða frammistöðu í gær telur Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, að Kóapvogsliðið hafi ekki átt skilið að fá Evrópusæti eftir slaka frammistöðu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Heilt yfir þegar maður horfir á þetta tímabil hjá Breiðabliki eiga þeir ekki skilið frekar en aðrir að fara í Evrópukeppni. Þeir eru með 20 stigum minna en í fyrra. En ef við segjum að Blikar hafi ekki átt skilið að fara í Evrópu er heilt yfir hægt að segja það sama um Stjörnuna," sagði Valur í Innkastinu sem tekið var upp í gær.

Spenntur ef þetta er það sem koma skal
Hlaðvarpsþátturinn Kjaftæðið tók leikinn einnig fyrir.

„Að Breiðablik hafi ekki unnið þennan leik með svona fjórum mörkum er ótrúlegt. Þetta er langbesti leikur sem ég hef séð með Breiðabliki í ótrúlega langan tíma. Þangað til í dag hefur verið leiðinlegt að horfa á þetta lið spila," sagði fótboltaþjálfarinn Jón Aðalsteinn Kristjánsson sem var gestur í þættinum.

„Ef þetta er eitthvað sem koma skal hjá Breiðabliki undir Ólafi Inga er ég spenntur," segir Baldvin Borgarsson, umsjónarmaður þáttarins. Margir leikmenn voru vonbrigði hjá Breiðabliki á þessu tímabili.

„Höskuldur hefur ekki getað neitt, Viktor Margeirs og Damir hafa ekki náð saman og Viktor Karl verið farþegi í þessu liði," segir Jón Aðalsteinn.

„Mér finnst Stjarnan ekki eiga neitt skilið að fá þetta Evrópusæti. Ég hefði viljað sjá hjólhestaspyrnuna fara inn og bara 'bæ bæ Stjarnan'. Mér finnst Stjörnuliðið lélegt," segir Alexander Aron Davorsson í þættinum.
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner