Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aldrei verið meiri aldursmunur
Kostoulas skorar gegn Man Utd
Kostoulas skorar gegn Man Utd
Mynd: EPA
James Milner og Charalampos Kostoulas, leikmenn Brighton, slógu athyglisvert með í tapi liðsins gegn Man Utd um helgina.

Man Utd var 3-1 yfir áður en Kostoulas minnkaði muninn í 3-2 með skallamarki eftir hornspyrnu frá Milner.

Milner er 39 ára en Kostoulas er 18 ára gamall. Það hefur aldrei verið jafn mikill aldursmunur á milli manna sem koma að marki.

Það er ótrúleg staðreynd að Milner spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með Leeds árið 2002. Fimm árum síðar eða árið 2007 fæddist Kostoulas.
Athugasemdir
banner