Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis í Lengjudeildinni. Hann tekur við liðinu af Arnari Grétarssyni.
Sumarið var erfitt fyrir Fylki en liðið hafnað í 8. sæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.
Sumarið var erfitt fyrir Fylki en liðið hafnað í 8. sæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.
Heimir skrifar undir tveggja ára samning. Heimir var kynntur till leiks í Fylkishöllinni rétt í þessu.
Heimir stýrði FH í síðasta sinn um helgina þegar liðið tapaði gegn Fram í markaleik. FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar. Hann gerði FH fjórum sinnum að Íslandsmeisturum.
Tilkynning Fylkis:
Knattspyrnudeild Fylkis kynnir með stolti að samkomulag hefur náðst við Heimi Guðjónsson um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Heimir hefur skrifað undir samning sem gildir a.m.k. næstu tvö tímabil, eða út tímabilið 2027.
Heimir Guðjónsson er knattspyrnuunnendum vel kunnugur, en hann hefur á sínum ferli stýrt liðum FH, Vals og færeyska liðinu HB, öll með góðum árangri. Hann hefur samtals unnið átta deildartitla og fjóra bikarmeistaratitla á ferli sínum og er talinn einn sigursælasti þjálfari landsins.
Sem þjálfari hefur Heimir skilað:
7 Íslandsmeistaratitlum
3 bikarmeistaratitlum á Íslandi
3 titlum í Færeyjum með HB á árunum 2017–2019
Auk þess á Heimir að baki yfir 300 knattspyrnuleiki sem leikmaður, þar af 6 A-landsleiki. Hann lék með liðum á borð við KR, KA, ÍA og FH.
Knattspyrnudeild Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Heimis og bindur vonir við að hann hjálpi félaginu að lyfta meistaraflokki karla á ný upp í efstu hæðir íslenskrar knattspyrnu. Stefnan er skýr, að komast aftur í deild þeirra bestu.
Athugasemdir


