Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dybala kom Roma aftur upp að hlið Napoli - Genoa enn án sigurs á botninum
Paulo Dybala skoraði sigurmark Roma
Paulo Dybala skoraði sigurmark Roma
Mynd: EPA
Mikael Egill í leik með Genoa
Mikael Egill í leik með Genoa
Mynd: EPA
Paulo Dybala var hetja Roma í 1-0 sigri liðsins á Sassuolo í Seríu A í dag.

Argentínumaðurinn skoraði sigurmark Rómverja á 16. mínútu í tískulegri þriðju treyju liðsins og fagnaði með því að tilkynna að hann og kærasta hans eiga von á barni.

Dybala var valinn maður leiksins en markið kom Roma aftur upp að hlið Napoli á toppnum með 18 stig.

Hellas Verona glutraði niður tveggja marka forystu í 2-2 jafntefli gegn Cagliari.

Roberto Gagliardini og Gift Orban komu Verona í tveggja marka forystu, en þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka minnkaði Riyad Idrissi muninn áður en Mattia Felici skellti jöfnunarmarki í andlitið á Verona undir lok leiks.

Verona er enn án sigurs eftir átta umferðir en er þrátt fyrir það ekki í fallsæti. Liðið hefur gert fimm jafntefli og situr í 17. sæti á meðan Cagliari er í 13. sæti með 9 stig.

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn með Genoa sem tapaði fyrir Torino, 2-1, þar sem sigurmarkið kom undir lok leiks.

Genoa leiddi í hálfleik með einu marki gegn engu, en þegar hálftími var eftir setti Stefano Sabelli boltann í eigið net og þá skoraði Guillermo Maripan, varnarmaður Torino, sigurmarkið eftir hornspyrnu undir lokin.

Torino er í 11. sæti með 11 stig en Mikael og félagar í Genoa sitja á botninum með aðeins 3 stig.

Sassuolo 0 - 1 Roma
0-1 Paulo Dybala ('16 )

Verona 2 - 2 Cagliari
1-0 Roberto Gagliardini ('23 )
2-0 Gift Orban ('59 )
2-1 Riyad Idrissi ('77 )
2-2 Mattia Felici ('90 )

Torino 2 - 1 Genoa
0-1 Morten Thorsby ('7 )
1-1 Stefano Sabelli ('63 , sjálfsmark)
2-1 Guillermo Maripan ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 0 2 15 8 +7 18
2 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
3 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
7 Atalanta 8 2 6 0 12 6 +6 12
8 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
11 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
12 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
13 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
14 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 8 1 3 4 7 13 -6 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir