„Mikil vonbrigði. Svekktur með margt, sjálfan mig og liðsfélaga mína,"I sagði Elmar Atli Garðarsson eftir að Vestri féll úr Bestu deildinni eftir tap gegn KR í lokaumferðinni í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
„Það situr svolítið eftir eftir þennan leik. Það er gríðarlega svekkjandi að hann skuli taka þessa ákvörðun ekki nema einhverjum tuttugu metrum frá línunni. Það er lágmark sem við getum beðið um að línuvörður haldi línu í þessari deild. Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt. Ekki að ég ætla fara kenna þessu um eftir að hafa tapað þessum leik 5-1 að lokum en þetta er risamóment," sagði Elmar.
KR komst yfir og strax í kjölfarið jafnaði Vestri metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var mjög umdeildur dómur.
„Auðvitað hefur það áhrif í svona leik þegar svona móment fellur ekki með þér. Kannski það hafi truflað menn eitthvað."
Lengjudeildin á næsta ári, hvernig er að heyra það?
„Það er ömurleg tilfinning, hreint út sagt," sagði Elmar sem gat ekki svarað því hvort hann muni taka slaginn með liðinu næsta sumar.
Athugasemdir























