Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   sun 26. október 2025 17:43
Kári Snorrason
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Örvar endaði tímabilið með 14 mörk.
Örvar endaði tímabilið með 14 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Örvar Eggertsson hefur farið himinskautum með Stjörnunni á nýliðnu tímabili. Alls skoraði hann fjórtán mörk fyrir Garðbæinga í Bestu deildinni og hann var í markaskónum í dag þegar Stjarnan tryggði sér Evrópusæti í leik gegn Breiðabliki. Örvar var fámáll en ánægður í viðtali að leik loknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Frábært, þetta var geggjað. Þetta var skemmtilegur leikur heilt yfir en smá 'kaos' í leikinn.“ 

Stjarnan var í þeirri stöðu fyrir leik að liðið mætti tapa með einu marki til þess að tryggja Evrópusætið.

„Það er mjög óþægilegt. Það sást ekki á liðinu í fyrri en það sást aðeins í seinni að menn voru farnir að falla dálítið mikið til baka.“ 

Örvar skoraði fjórtán mörk á tímabilinu en þar áður hafði hann skorað mest sjö mörk á heilu tímabili, helmingi minna en í ár.

„Ég var óheppinn, ég átti að skora meira.“ 

Ánægðir með tímabilið í heild sinni?

„Markmiðið var sett á Evrópu og hingað erum við komnir í dag.“ 


Athugasemdir
banner