Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
banner
   lau 25. október 2025 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson tók við Vestra eftir að Davíð Smári Lamude var látinn taka pokann sinn og ætlunarverkið var að halda liðinu uppi í Bestu deild. Það varrð að engu eftir stórt tap gegn KR í dag.

„Þungar, erfiðar og sárar (tilfinningar)," sagði Jón Þór eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Þetta fer frá okkur eftir 40 mínútur. Fyrir og eftir hléið gefum við mörkin aulalega frá okkur og eftir það reynum við að koma til baka, fjölga mönnum í sóknarleiknum en við einfaldlega réðum ekki við það. Varnarleikur einn á móti einum, vorum að tapa honum. KR-ignar frábærir í skyndisóknum og við réðum ekkert við það."

Guðmundur Andri Tryggvason kom KR yfir en stuttu síðar skoraði Vladimir Tufegdzic en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

„Það er aldrei rangstaða. Mér fannst við gera það frábærlega. Það var högg að lenda undir í leiknum, mér fannst við bregðast frábærlega við því og gerum frábært mark sem er fullkomlega löglegt," sagði Jón Þór.

„Þetta eru alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra. Við eigum að fá víti gegn KA fyrir tveimur umferðum síðan. Þetta er alltof stórt, ef ég tala fyrir sjálfan mig, endirinn á tímabilinu í fyrra með ÍA, þetta eru alltof stór atvik. Fokking gerið þið betur, hvernig getur hann flaggað á eitthvað sem er ekki. Ef hann sér það ekki hvernig getur hann þá flaggað á þetta. Það verður einhver að svara þessu og það þarf einhver að spurja þessara spurninga, hvað er í gangi? Þetta er alltof lélegt."

Svona stór atriði, öskrar þetta á VAR?

„Ég veit það ekki, bara gera betur. Þessir menn eru búnir að vera í þessu jafn lengi og við erum búnir að vera í fótbolta. Hver djöfullinn er þetta? Ógeðslega lélegt. Það breytir því ekki að skellurinn er stór, sár og vondur. Auðvitað getum við ekki sagt að við höfum tapað leiknum á því en þetta er risa fokking stórt móment," sagði Jón Þór.

Jón Þór staðfesti í lok viðtalsins að hann verði ekki áfram með Vestra og framhaldið hjá honum sjálfum er í óvissu.
Athugasemdir