Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allt sauð upp úr í El Clasico - „Engin ástæða til að vera hræddur"
Mynd: EPA
Það gekk mikið á í erkifjendaslag Real Madrid gegn Barcelona sem Real Madrid vann 2-1.

Vinicius Junior var augljóslega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Hann bölvaði eitthvað út í loftið þegar hann gekk framhjá Xabi Alonso og strunsaði inn í klefa.

„Ég vil ekki taka augun af því sem er mikilvægt. Við munum ræða þetta. Við spiluðum mjög vel og Vinicius átti sinn þátt í því," sagði Alonso.

Undir lok leiksins fékk Pedri sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í kjölfarið voru mikil læti á bekkjunum sem endaði með því að Eder Militao og Andriy Lunin, varamarkvörður Real, fengu gult spjald.

Þegar flautað var til leiksloka héldu menn áfram að ríifa kjaft við hvorn annan en Vinicius virtist vera mjög reiður út í Lamine Yamal og reyndi að hjóla í hann.

„Þetta var hluti af spennunni sem ríkti á þessum tímapunkti. Þessi rifrildi, slagsmál, hafa gerst oft í öðrum Clásico-leikjum. Þetta var afleiðing af ýmsu sem gerðist. Það er engin ástæða til að vera hræddur við þessi heilbrigðu rifrildi," sagði Alonso.

Vinicius Jr making talking too much hand gesture to Yamal.
byu/BlazingFirey insoccer


Lamine Yamal asking Carvajal and Vinicius Jr to meet outside in the tunnel for saying he talks too much.
byu/BlazingFirey insoccer

Athugasemdir
banner