Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Guðný Árna ólétt
Kvenaboltinn
Guðný Árnadóttir
Guðný Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir er barnshafandi og mun því ekki spila meira á þessu tímabili en hún greindi frá þessu á Instagram í gær.

Guðný, sem er 25 ára gömul, er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð, en ekki verið með liðinu í síðustu leikjum og hefur landsliðskonan nú greint frá ástæðunni.

Hún og kærasti hennar, Pétur Hrafn Friðriksson, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.

Mikil gleðitíðindi fyrir parið en þetta þýðir að Guðný verður ekki meira með á þessari leiktíð.

Guðný gekk í raðir Kristianstad frá AC Milan á síðasta ári en hún hefur einnig leikið með Napoli ásamt því að spila með FH og Val hér heima.

Bakvörðurinn á 43 A-landsleiki að baki og farið á tvö stórmót.



Athugasemdir