Kári Sigfússon, leikmaður Keflavíkur, er eftirsóttur biti á markaðnum í vetrarglugganum eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar, en hann er orðaður við þrjú félög í Bestu deildinni.
Kári er 23 ára gamall sóknarþenkjandi leikmaður en hann kom að átján mörkum er Keflavík komst aftur upp í efstu deild í lok sumars.
Hann er uppalinn í Fylki og spilaði einn deildarleik með liðinu áður en hann fór í Gróttu.
Árið 2022 lék hann með Elliða í 3. deildinni og fór hratt upp metorðalistann, en ári síðar samdi hann við Þrótt Vogum þar sem hann var lykilmaður í 2. deildinni og tók síðan í kjölfarið skrefið í Lengjudeildina með Keflvíkingum.
Leó Reynisson, fyrrum samherji Kára í Fylki, segir frá því á X að áhuginn sé mikill á Kára eftir stórkostlegt tímabil hans í Keflavík og að þrjú félög í Bestu deildinni hafi áhuga.
Fram og Stjarnan hafa áhuga og samkvæmt Leó hefur Valur einnig áhuga á að landa Kára sem verður samningslaus í lok árs.
Mikill áhugi á Kára Sigfússon sem er orðinn samningslaus. Ekki nema 18 mörk og assist þetta tímabil í lengjunni ????
— Leo Reynisson (@leoernir01) October 24, 2025
Valur, Stjarna og Fram sýnt áhuga ???? pic.twitter.com/6TvSIvRgEO
Athugasemdir




