Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Félög í Bestu deildinni hafa áhuga á Kára - Kom að 18 mörkum í sumar
Kári gæti fært sig um set í vetur
Kári gæti fært sig um set í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Sigfússon, leikmaður Keflavíkur, er eftirsóttur biti á markaðnum í vetrarglugganum eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar, en hann er orðaður við þrjú félög í Bestu deildinni.

Kári er 23 ára gamall sóknarþenkjandi leikmaður en hann kom að átján mörkum er Keflavík komst aftur upp í efstu deild í lok sumars.

Hann er uppalinn í Fylki og spilaði einn deildarleik með liðinu áður en hann fór í Gróttu.

Árið 2022 lék hann með Elliða í 3. deildinni og fór hratt upp metorðalistann, en ári síðar samdi hann við Þrótt Vogum þar sem hann var lykilmaður í 2. deildinni og tók síðan í kjölfarið skrefið í Lengjudeildina með Keflvíkingum.

Leó Reynisson, fyrrum samherji Kára í Fylki, segir frá því á X að áhuginn sé mikill á Kára eftir stórkostlegt tímabil hans í Keflavík og að þrjú félög í Bestu deildinni hafi áhuga.

Fram og Stjarnan hafa áhuga og samkvæmt Leó hefur Valur einnig áhuga á að landa Kára sem verður samningslaus í lok árs.


Athugasemdir
banner
banner