Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 22:57
Innkastið
Heimir kynntur til leiks í Árbænum - „Fögnuður í Fylkishöll“
Lengjudeildin
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í lokaþætti Innkastsins var sagt að Heimir Guðjónsson yrði á morgun, mánudag, formlega kynntur sem nýr þjálfari Fylkis.

Heimir stýrði FH í síðasta sinn í gær og hann tekur nú að sér það verkefni að koma Árbæingum aftur upp í deild þeirra bestu. Fylkir endaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Fyrr í þessum mánuði greindi Fótbolti.net frá því að Heimir myndi taka við þeim appelsínugulu.

Á samfélagsmiðlum Fylkis segist félagið boða til fagnaðar í Fylkishöll.

„Á morgun, mánudaginn 27. október, kynnir knattspyrnudeild Fylkis nýjan þjálfara meistaraflokks karla til leiks. Viðburðurinn er öllum opinn og tekið verður við spurningum úr sal ásamt því sem léttar veitingar verða í boði. Undirritunin hefst stundvíslega í tengibyggingunni í Fylkishöll kl. 17:00 á morgun," segir í tilkynningu Fylkis.
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Athugasemdir