Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 25. október 2025 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Fagnað eftir leik í dag
Fagnað eftir leik í dag
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Léttir og stoltur að við getum sýnt svona spilamennsku á þessum tímapunkti. Sýndum þetta líka í síðasta leik fannst mér, karakter í liðinu. Ekkert grín að vera í KR og vera í þessari stöðu. Þú sérð stuðninginn sem við erum að fá. Hvernig við dílum við þessa brekku, annað hvort brotna menn eða verða sterkir í þessari stöðu og mér fannst við sýna mikinn karakter. Við getum tekið þetta með okkur inn í næsta tímabil," sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Vestra í úrslitaleik um hvort liðið yrði áfram í deildinni. KR vann öruggan sigur á Ísafirði.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Við vorum með nýtt lið og við erum búnir að fá högg og mótmæli sem í heildina væri hægt að dreifa á fimm tímabil. Það voru meiðsli, við skíttöpuðum á móti liðum og stigum aftur upp. Ég fagna allri umræðu, við fengum hana alla í andlitið og björguðum okkur svo svona. Að hafa hagað okkur svona, bjargað okkur svona, það gefur mjög góð fyrirheit fyrir framhaldið."

„Auðvitað vorum við stressaðir, drullustressaðir. Ég sagði fyrir einhverjum tíma síðan að maður var skíthræddur um að falla með KR. En að ná að spila svona, haga sér svona, að sýna ekki að þetta hefði áhrif á okkur, ná að spila með tóman haus og spila svona vel upp á líf á dauða gerir mig ógeðslega stoltan. Ég er stoltur af liðinu og teyminu í kring: hvernig Óskar og teymið tækluðu þessa lokamánuði var til fyrirmyndar - og hópurinn líka."


Aron lét stór orð falla í sumar að það væri mjög bjart framundan, sagði að KR væri að fara taka yfir. Hann ætlar að vera áfram og upplifa þá björtu tíma.

„Auðvitað. Það sjá allir sem sjá að við erum að fara taka yfir. Við vorum í fallbaráttu þegar ég sagði þetta og menn hlógu þá. En þið getið skoðað það sem þið viljið, kafað í öll gögn sem þið viljið, það er ekki margt sem þarf að laga. Við höfum tíma í það núna og ég stend þétt við það sem ég sagði fyrr í sumar," sagði fyrirliðinn sem átti mjög gott tímabil og var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner