Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 25. október 2025 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Léttir og stoltur að við getum sýnt svona spilamennsku á þessum tímapunkti. Sýndum þetta líka í síðasta leik fannst mér, karakter í liðinu. Ekkert grín að vera í KR og vera í þessari stöðu. Þú sérð stuðninginn sem við erum að fá. Hvernig við dílum við þessa brekku, annað hvort brotna menn eða verða sterkir í þessari stöðu og mér fannst við sýna mikinn karakter. Við getum tekið þetta með okkur inn í næsta tímabil," sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Vestra í úrslitaleik um hvort liðið yrði áfram í deildinni. KR vann öruggan sigur á Ísafirði.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Við vorum með nýtt lið og við erum búnir að fá högg og mótmæli sem í heildina væri hægt að dreifa á fimm tímabil. Það voru meiðsli, við skíttöpuðum á móti liðum og stigum aftur upp. Ég fagna allri umræðu, við fengum hana alla í andlitið og björguðum okkur svo svona. Að hafa hagað okkur svona, bjargað okkur svona, það gefur mjög góð fyrirheit fyrir framhaldið."

„Auðvitað vorum við stressaðir, drullustressaðir. Ég sagði fyrir einhverjum tíma síðan að maður var skíthræddur um að falla með KR. En að ná að spila svona, haga sér svona, að sýna ekki að þetta hefði áhrif á okkur, ná að spila með tóman haus og spila svona vel upp á líf á dauða gerir mig ógeðslega stoltan. Ég er stoltur af liðinu og teyminu í kring: hvernig Óskar og teymið tækluðu þessa lokamánuði var til fyrirmyndar - og hópurinn líka."


Aron lét stór orð falla í sumar að það væri mjög bjart framundan, sagði að KR væri að fara taka yfir. Hann ætlar að vera áfram og upplifa þá björtu tíma.

„Auðvitað. Það sjá allir sem sjá að við erum að fara taka yfir. Við vorum í fallbaráttu þegar ég sagði þetta og menn hlógu þá. En þið getið skoðað það sem þið viljið, kafað í öll gögn sem þið viljið, það er ekki margt sem þarf að laga. Við höfum tíma í það núna og ég stend þétt við það sem ég sagði fyrr í sumar," sagði fyrirliðinn sem átti mjög gott tímabil og var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir