Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri - Brann komið á skrið
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson var sjóðandi heitur í 6-1 stórsigri Lille á Metz í frönsku deildinni í dag.

Skagamaðurinn skoraði annan deildarleikinn í röð með Lille og tókst að leggja upp mark fyrir Rommain Perraud.

Hann lagði upp fjórða mark Lille fyrir Perraud á 64. mínútu leiksins og skoraði síðan sjötta og síðasta markið.

Þetta var fimmta markið sem hann skorar á tímabilinu og þá nældi hann í fyrstu stoðsendinguna í leiknum í dag.

Lille er í 4. sæti með 17 stig, þremur stigum frá Frakklands- og Evrópumeisturum PSG.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu annan deildarleikinn í röð er liðið bar sigurorð af Rosenborg, 3-2, í Þrándheimi.

Eggert Aron Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Brann, en Sævar Atli Magnússon er frá vegna meiðsla.

Þetta var annar deildarsigurinn í röð og sá þriðji í röð í öllum keppnum.

Brann er í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner