Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fjórða deildartap Liverpool í röð
Mynd: EPA
Salah skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í rúman mánuð
Salah skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í rúman mánuð
Mynd: EPA
Brentford 3 - 2 Liverpool
1-0 Dango Ouattara ('5 )
2-0 Kevin Schade ('45 )
2-1 Milos Kerkez ('45 )
3-1 Igor Thiago ('60 , víti)
3-2 Mohamed Salah ('89 )

Liverpool tapaði fjórða leiknum í röð í úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið heimsótti Brentford.

Brentford komst yfir snemma leiks þegar Dango Ouattara skoraði eftir að Kristoffer Ajer framlengdi boltann inn á teiginn eftir langt innkast frá Michael Kayode.

Florian Wirtz var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool stundafjórðungi síðar en skotið rétt framhjá markinu. Liverpool fékk góð færi í kjölfarið en Brentford bætti við marki á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik þegar Kevin Schade slapp einn í gegn.

Í blálok fyrri hálfleiks minnkaði Milos Kerkez muninn fyrir Liverpool þegar hann skoraði eftir sendingu frá Conor Bradley fyrir markið.

Þegar klukkutími var liðinn af leiknum dæmdi Tim Robinson, sem leysti Simon Hooper af í háflelik, aukaspyrnu á Van Dijk sem braut á Ouattara. Atvikið var skoðað í VAR og það kom í ljós að brotið var á vítateigslínunni og því var vítaspyrna dæmd.

Igor Thiago steig á punktinn og skoraði framhjá Giorgi Mamardashvili.

Mohamed Salah skoraði kærkomið mark þegar skammt var til loka leiksins með skoti í teignum í slána.

Dominik Szoboszlai átti síðustu tilraun leiksins en Liverpool maðurinn fyrrverandi Caoimhin Kelleher varði og Brentford stóð uppi sem sigurvegari.

Liverpool er í 6. sæti með 15 stig en Brentford er í 10. sæti með 13 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner