Bayern Munchen segir frá því að Jerome Boateng, fyrrum leikmaður liðsins, muni ekki heimsækja félagið í starfsþjálfun eftir að stuðningsmenn liðsins mótmæltu því.
Stuðningsmenn liðsins voru ekki hrifnir af þessum áformum þar sem Boateng var dæmdur fyrir að veita fyrrverandi kærustu sinni ofbeldi.
Stuðningsmenn liðsins voru ekki hrifnir af þessum áformum þar sem Boateng var dæmdur fyrir að veita fyrrverandi kærustu sinni ofbeldi.
Vincent Kompany, fyrrum liðsfélagi Boateng sem leikmaður, sagði í síðasta mánuði að hann myndi taka Boateng opnum örmum.
„Í uppbyggilegum viðræðum milli FC Bayern og Jérôme Boateng í þessari viku var ákveðið að Jérôme Boateng myndi ekki heimsækja FC Bayern til að fylgjast með æfingum,“ segir í yfirlýsingu frá Bayern.
„Jérôme tengist FC Bayern mjög vel og vill ekki að FC Bayern verði fyrir tjóni vegna núverandi umdeildrar umræðu um hann.“
Athugasemdir


