Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 22:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Þetta var versta frammistaðan
Mynd: EPA
Liverpool tapaði fjórða deildarleiknum í röð þegar liðið tapaði gegn Brentford í kvöld. Arne Slot sagði að þetta hafi verið versta frammistaða liðsins.

„Frammistaðan var ekki góð, fyrir utan 20-25 mínútur í fyrri hálfleik. Við vorum þegar 1-0 undir en á þessum kafla taldi ég líklegt að við myndum ná í úrslit. Miðað við hvernig við og Brentford spiluðu tel ég að við værum ekki að fara ná í úrslit eftir þann kafla," sagði Slot.

„Það er ekki hægt að bera alla þessa leiki saman. Aðal áhyggjuefnið er að við töpuðum fjórum leikjum í röð. Það er hægt að dæma frammistöðuna eftir á og þetta var versta frammistaðan af þessum fjórum. Að fá á sig mark eftir fast leikatriði einn eina ferðina og að skora ekki gerir það erfitt að vinna fótboltaleik."

Hann var spurður að því hvað hafi farið úrskeiðis í leiknum.

„Við unnum ekki grunnvinnuna í fyrri hálfleik og að hluta til í seinni hálfleik. Þeir unnu fleiri einvígi og seinni bolta. Þú veist að ef þú færð á þig mörk hérna verður eitt úr föstu leikatriði og skyndisóknir eru eitt af styrkleikum þeirra og við fáum á okkur tvö mörk upp úr því."

„Við reyndum eftir að við lentum 3-1 undir. Gerðum skiptingar en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá voru þeir líklegri til að skora en við að minnka muninn í 3-2 á þeim tímapunkti."
Athugasemdir
banner
banner