Víkingur tók á móti Valsmönnum í síðasta deildarleik Bestu deildar karla en Víkingur fór með 2-0 sigur af hólmi. Það stóð mikið til í Vikínni en þar lyftu Víkingar íslandsmeistaratitlinum. Unnu þeir deildina að lokum með nokkrum yfirburðum en þeir enduðu 12 stigum á undan Val. Leikurinn var þó ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir, heldur var þetta einnig kveðjuleikur Pablo Punyed og Matthíasar Vilhjálmssonar. Pablo Punyed hefur unnið 6 titla á 5 árum í víkingstreyjunni og því sannarlega orðinn goðsögn í Víkinni. Hins vegar er þetta ekki endilega seinasti leikur Pablo í víkingstreyjunni en hann hefur verið orðaður við stöðu spilandi aðstoðarþjálfara hjá Haukum, eins og greint var frá á .net.
„Bara rosalega vel. Geggjuð tilfinning að geta spilað fyrir þetta félag. Þetta var bara gaman og mig langaði bara að spila meira. Ég er rosalega þakklátur fyrir alla sem komu og fögnuðu með okkur.”
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 Valur
Pablo Punyed kom frá KR árið 2021 en hann hefur heldur betur lagt lóð á vogarskálarnar í uppbyggingu Víkings og þessari sigurgöngu sem hefur átt sér stað seinustu ár. Pablo er mjög sigursæll og hefur unnið sex titla á fimm árum.
„Þetta er bara alveg geggjað sko og eins og ég segi bara þvílíkur heiður að geta spilað með öllum þessum mönnum og ég vona að þetta sé bara rétt að byrja.”
Eins og fyrr segir hefur Pablo verið orðaður við stöðu spilandi aðstoðarþjálfara Hauka en Pablo var ansi stuttorður um framhaldið.
„Það kemur í ljós.”























