Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 12:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tudor rekinn frá Juve (Staðfest) - Sögulegur brottrekstur
Mynd: EPA
Juventus er búið að reka Igor Tudor úr starfi en hann tók við liðinu í mars þegar Thiago Motta var látinn fara. Tudor var áður stjóri Lazio og Mareseille.

Juve er án sigurs í átta leikjum í öllum keppnum og liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Juve er í áttunda sæti deildarinnar eftir átta leiki.

Þetta er í fyrsta sinn sem Juventus lætur stjóra fara á þremur tímabilum í röð. Max Allegri var fyrstur til að fjúka í lok tímabilsins 2023-24, svo var Motta látinn fara á síðasta tímabili og nú Tudor.

Massimiliano Brambilla tekur við til bráðabirgða en hann hefur þjálfað 'Next Gen' lið Juventus sem má kalla varalið félagsins. Brambilla verður á hliðarlínunni gegn Udinese á miðvikudag.

Tudor, sem er 47 ára Króati, sem styrði Juventus í 24 leikjum. Tíu þeirra unnust, jafnteflin voru átta og töpin sex. Tudor er fyrrum leikmaður Juventus en hnn lék með liðinu á árunum 1998-2007.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 0 2 15 8 +7 18
2 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
3 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
7 Atalanta 8 2 6 0 12 6 +6 12
8 Juventus 8 3 3 2 9 8 +1 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
11 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
12 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 8 1 3 4 7 13 -6 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir