Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór ekki áfram hjá Vestra eftir fallið (Staðfest)
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Jón Þór Hauksson stýrði Vestra í síðasta sinn í gær þegar liðið steinlá gegn KR sem varð til þess að liðið féll niður í Lengjudeildina.

Vestri varð Mjólkurbikarmeistari í sumar en gengi liðsins var slæmt eftir úrslitaleikinn og Davíð Smári var látinn fara og Jón Þór tók við í lok síðasta mánaðar.

Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og staðfesti að hann myndi ekki stýra liðinu í Lengjudeildinni.

„Það tekur ekkert við. Ég verð ekki áfram hér," sagði Jón Þór.

Hann sagðist ekki vita hvað taki við hjá sér.
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Athugasemdir
banner
banner