Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Twente í svekkjandi 3-2 tapi gegn hans gömlu félögum í Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Sóknartengiliðurinn öflugi skoraði mark sitt á 4. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en það var annað mark hans síðan hann gekk í raðir Twente frá Ajax í sumar.
Twente fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn, en Ajax sneri taflinu við á nokkrum mínútum í upphafi síðari hálfleiks með þremur mörkum.
Heimamenn í Twente minnkuðu muninn úr vítaspyrnu, en komust ekki lengra en það.
Twente er í 8. sæti með 14 stig en Ajax í 3. sæti með 19 stig.
Oliver Stefánsson var í vörn Tychy sem tapaði fyrir Chrobry Glogow, 1-0, í pólsku B-deildinni. Þetta var annar byrjunarliðsleikurinn í röð hjá Oliver sem þurfti að dúsa á bekknum í þremur leikjum í lok september og byrjun október.
Tychy er í 15. sæti með 12 stig eftir fjórtán umferðir.
Kristian Hlynsson doet zijn oude club Ajax al heel snel pijn ????#tweaja pic.twitter.com/XE1CeNCUH1
— ESPN NL (@ESPNnl) October 26, 2025
Athugasemdir


