Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 14:11
Elvar Geir Magnússon
Tíu leikmenn íslenska U17 liðsins unnu og komust áfram - Alexander skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 landslið Íslands vann góðan 4-3 sigur gegn Grikklandi í undankeppni EM . Leikurinn var seinni leikur liðsins í fyrri umferð undankeppninnar en spilað var í Georgíu.

Stjörnustrákurinn Alexander Máni Guðjónsson, leikmaður Midtjylland, skoraði þrennu í leiknum og Bjarki Hrafn Garðarsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði eitt mark.

Íslenska liðið komst 3-1 yfir á 25. mínútu en á 39. mínútu fékk Egill Valur Karlsson, leikmaður Breiðabliks, rautt spjald og Grikkland minnkaði muninn úr víti.

Grikkland nýtti sér liðsmuninn til að jafna í 3-3 á 59. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alexander sigurmarkið.

Ísland er með fullt hús stiga eftir fyrstu umferð undankeppninnar og á því enn möguleika á að komast í lokakeppni EM 2026. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins. Dregið verður í næsta undanriðil þann 10. desember.
Athugasemdir
banner