Færeysku meistararnir í KÍ/Klaksvík náðu því stórkostlega afreki að fara taplausir í gegnum tímabilið í annað sinn á síðustu þremur árum.
KÍ/Klaksvík vann deildina í fjórða sinn á síðustu fimm árum og fagnaði titlinum í gær eftir 4-2 sigur liðsins á NSÍ Runavík.
Það kom kannski lítið á óvart að KÍ hafi unnið deildina, en það merkilega við það er að liðið tapaði ekki leik. Það vann 23 leiki og gerði fjögur jafntefli á tímabilinu en þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum þar sem liðið fer taplaust í gegnum tímabilið.
Síðast gerðist það árið 2022 en þá vann KÍ 25 leiki og gerði tvö jafntefli.
Ótrúlegir yfirburðir hjá liðinu og afrek sem hafði ekki verið leikið eftir síðan 1989 er B71 vann átján leikja deild nokkuð örugglega með því að vinna þrettán leiki og gera fimm jafntefli.
Patrik Johannesen, fyrrum leikmaður Breiðabliks og Keflavíkur, er á mála hjá KÍ en hann skoraði ellefu deildarmörk á leiktíðinni.
???? ???????? KÍ Klaksvík completed the 2025 Faroe Islands Premier League season UNDEFEATED!
— Football Rankings (@FootRankings) October 25, 2025
????? 27 matches
???? 23 wins
?? 4 draws
? 0 defeats
???? ???????? KÍ Klaksvík are the ONLY CLUB among the 12 Summer League that have managed to achieve this! pic.twitter.com/rPBj7zMWUo
Athugasemdir




