Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd fyrir ofan Liverpool í fyrsta sinn í tvö ár
Mynd: EPA
Man Utd er á miklu flugi þessa dagana en liðið vann þriðja deildarleikinn í röð í dag þegar liðið lagði Brighton. Liverpool tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið tapaði gegn Brentford í kvöld.

Man Utd situr í 4. sæti með 16 stig en Liverpool er í 6. sæti með 15 stig. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem Man Utd er fyrir ofan Liverpool í lok umferðar.

Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool eftir fyrstu umferð tímabilið 2023/2024 þegar Man Utd vann Wolves 1-0 og Liverpool gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea fyrir 804 dögum síðan.

Liverpool hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu eftir að hafa unnið deildina í fyrra á fyrsta tímabili Arne Slot sem stjóri liðsins.

Brentford átti 17 marktilraunir í leiknum en Liverpool hefur ekki fengið á sig jafnmörg skot í deildinni á þessu tímabili. Liðið hefur fengið á sig 14 mörk en Liverpool fékk á sig 14. markið í 16. umferð á síðustu leiktíð. Þá er þetta í fyrsta sinn síðan tímabilið 1993/1994 síðan Liverpool tapar fjórum af fyrstu níu leikjunum á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner