Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir danskir miðjumenn orðaðir við Val
Jeppe skoraði glæsilegt mark í bíkarúrslitaleiknum.
Jeppe skoraði glæsilegt mark í bíkarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tarik með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Tarik með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagt var frá því í Innkastinu í gær að Valur væri með Tarik Ibrahimagic á óskalistanum en hann er leikmaður Víkings.

„Hann er á blaði Vals heyri ég, það er svo spurning hvaða verðmiða Víkingur setur á hann," sagði undirritaður í þættinum.

„Hann getur spilað nokkrar stöður og er góður í þeim öllum, þar yrði hann lykilmaður en hjá Víkingi er hann rulluspilari," sagði Valur Gunnars.

„Það eru menn að hætta (Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson), ég held þeir hleypi honum ekki í burtu, en það er morgunljóst að Val vantar þennan gæja," sagði Elvar Geir.

Tarik er 24 ára og kom til Víkings í sumarglugganum í fyrra þegar hann var keyptur frá Vestra. Valur barðist við Víking þá en Víkingur hafði betur.

Tarik kom frá Danmörku til Vestra um mitt sumar 2023 og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Hann lék vel með liðinu fyrri hluta mótsins í fyrra og Víkingur krækti svo í hann í glugganum.

Á þessu tímabili kom hann við sögu í 25 deildarleikjum með Víkingi en var ekki fastamaður í byrjunarliðinu.

Valur er svo orðað við annan danskan miðjumann því samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Jeppe Pedersen, miðjumaður Vestra, á blaði Vals.

Jeppe er yngri bróðir markakóngsins, Patrick Pedersen, og skoraði sigurmark Vestra í bikarúrslitaleiknum gegn Val með frábæru skoti.

Jeppe er líkt og Tarik fæddur árið 2001. Hann kom til Vestra í sumarglugganum í fyrra.

Samningur Jeppe rennur út í lok árs en Tarik er með samning við Víking út árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner