Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo búinn að skora 950 mörk
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo stefnir á að skora þúsund mörk áður en ferlinum lýkur en hann skoraði 950. markið í kvöld.

Al-Nassr mætti Al-Hazem í sádi arabísku deildinni í kvöld. Joao Felix sá til þess að Al-Nassr var með forystuna í hálfleik þegar hann skoraði með skalla eftir 25 mínútna leik.

Undir lok leiksins innsiglaði Ronaldo sigurinn þegar hann skoraði með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir sendingu frá hinum tvítuga Wesley.

Ronaldo er orðinn fertugur en hann virðist ekki ætla að hætta fyrr en stóra markmiðinu er náð.




Athugasemdir
banner
banner