Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Adolphs hættur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Adolphsson hefur lagt skóna á hilluna en frá þessu var greint fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í gær. Honum var þakkað fyrir tímann sinn hjá félaginu og fékk blómvönd fyrir leikinn.

Andri er 32 ára og var að klára sitt þriðja tímabil í Garðabænum.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn á þessu tímabili en hann náði einunigs að koma við sögu í fimm leikjum í deild og bikar.

Andri er kantmaður sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Val eftir að hafa misst af öllu tímabilinu 2022 vegna meiðsla. Hjá Stjörnunni lék hann svo talsvert sem bakvörður. Meiðsli settu mikinn svip á feril Andra en hann missti af nánast öllu tímabilinu 2020.

Hann varnn fimm titla hjá Val, tvo bikartitla og þrjá Íslandsmeistaratitla. Hann lék þá á sínum tíma sjö leiki fyrir yngri landsliðin.

Fyrsta tímabilið í meistaraflokki var með ÍA 2009 og var hann hjá uppeldisfélaginu út tímabilið 2014, en hann kom til ÍA frá KR í 4. flokki.


Athugasemdir
banner