Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Föstu leikatriðin að fara illa með Liverpool - „Æfðum ekkert annað"
Mynd: EPA
Liverpool tapaði fjórða leiknum í röð í úrvalsdeildinni í gær þegar liðið tapaði gegn Brenford 3-2. Dango Ouattara skoraði fyrsta markið eftir langt innkast.

Þetta var sjötta markið sem Liverpool fær á sig í deildinni eftir fast leikatriði.

„Það er það eina sem við æfðum í gær (fyrradag) á æfingasvæðinu og á fundinum í dag (í gær)," sagði Slot.

Slot sagði einnig að liðið hafi verið meðvitað um góðar skyndisóknir Brentford. Kevin Schade kom Brentford í 2-0 eftir eina slíka.

„Þeir eru líka þekktir fyrir frábærar skyndisóknir og þannig kom seinna markið þeirra og það ætti aldrei að lita á það sem afsökun," sagði Slot.
Athugasemdir
banner