Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Starfið öruggt í bili
Mynd: EPA
Wolves er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og án sigurs í byrjun tímabilsins.

Vitor Pereira er undir pressu þrátt fyrir að hafa nýlega framlengt samning sinn við félagið. Stuðningsmenn sungu í gær að hann yrði rekinn á morgun. Portúgalinn tók ekki vel í það og lét í sér heyra.

Wolves tapaði 2-3 gegn nýliðum Burnley á heimavelli í gær en samkvæmt Sky Sports er starf Pereira öruggt í bili.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning fyrir rúmum mánuði síðan, en þá var Wolves búið að tapa fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Hann tók við Wolves í desember í fyrra þegar liðið var í erfiðri stöðu og náði að halda liðinu uppi á sannfærandi hátt. Í sumar missti svo liðið Rayan Ait-Nouri og Matheus Cunha.

Wolves er eina sigurlausa lið úrvalsdeildarinnar eftir níu umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner