Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 15:01
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn hélt hreinu - Tómas Bent og Hearts unnu toppslaginn
Elías Rafn er að eiga gott tímabil með Midtjylland
Elías Rafn er að eiga gott tímabil með Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu er Midtjylland vann auðveldan 4-0 sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Midtjylland er búið að vera á skriði í síðustu leikjum og ekki tapað í rúman mánuð.

Elías Rafn stóð á milli stanganna í öruggum sigri og hélt hreinu í þriðja sinn á þessari leiktíð.

Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum frá toppliði AGF.

Íslendingarnir í Norrköping töpuðu fyrir meisturunum í Mjällby, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spiluðu allan leikinn með Norrköping sem er þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Íslendingalið Elfsborg vann langþráðan sigur í síðustu umferð, en náðu ekki að fylgja honum á eftir í dag. Ari Sigurpálsson og Júlíus Magnússon byrjuðu báðir í 4-0 tapi gegn Sirius og því áfram í 8. sæti með 40 stig.

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon kom inn af bekknum hjá Hearts sem vann toppslaginn gegn Celtic, 3-1, í skosku úrvalsdeildinni.

Hearts er að eiga stórkostlegt tímabil en liðið er með 25 stig á toppnum, átta stigum á undan Celtic sem er í öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner