Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 26. október 2025 17:20
Kári Snorrason
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Úr því sem komið var: að við náum að vera komnir í þennan úrslitaleik um Evrópusæti, var grátlegt að ná þessu ekki. Það hefði verið skemmtilegt að vinna þetta á dramatískan hátt, en svona er þetta bara. Við óskum Stjörnunni til hamingju og þeir eiga þetta fyllilega skilið.“ 

Á síðustu sekúndum leiksins komust Blikar grátlega nálægt því að tryggja Evrópusætið er Höskuldur átti hjólhestaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.

„Maður verður bara að eiga þetta inni. Það hefði verið mjög grand. Fyrir utan það fannst mér við vera sækja til sigurs en við þurftum að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum. Þetta var grátlega nálægt, lítið hægt að segja en að við séum sárir og svekktir.“ 

Á síðustu sex dögum hefur liðið gengið í gegnum þjálfaraskipti ásamt því að leika tvo stóra leiki.

„Þetta hefur verið virðburðarrík vika, stór og sjokkerandi tíðindi í bland við tvo risastóra leiki. Þetta hefur verið geðshræringavika. Síðustu tveir leikir hafa verið nokkuð jákvæðir. Núna myndast andrými til að mæta með tilhlökkun í deildarkeppni í Evrópu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner