Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Breiðablik
„Úr því sem komið var: að við náum að vera komnir í þennan úrslitaleik um Evrópusæti, var grátlegt að ná þessu ekki. Það hefði verið skemmtilegt að vinna þetta á dramatískan hátt, en svona er þetta bara. Við óskum Stjörnunni til hamingju og þeir eiga þetta fyllilega skilið.“
Á síðustu sekúndum leiksins komust Blikar grátlega nálægt því að tryggja Evrópusætið er Höskuldur átti hjólhestaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.
„Maður verður bara að eiga þetta inni. Það hefði verið mjög grand. Fyrir utan það fannst mér við vera sækja til sigurs en við þurftum að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum. Þetta var grátlega nálægt, lítið hægt að segja en að við séum sárir og svekktir.“
Á síðustu sex dögum hefur liðið gengið í gegnum þjálfaraskipti ásamt því að leika tvo stóra leiki.
„Þetta hefur verið virðburðarrík vika, stór og sjokkerandi tíðindi í bland við tvo risastóra leiki. Þetta hefur verið geðshræringavika. Síðustu tveir leikir hafa verið nokkuð jákvæðir. Núna myndast andrými til að mæta með tilhlökkun í deildarkeppni í Evrópu.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
„























