Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 12:08
Innkastið
Liðin tvö sem féllu voru bæði í efri hlutanum eftir tólf umferðir
Úr leik Aftureldingar og Vestra.
Úr leik Aftureldingar og Vestra.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Lokaumferð Bestu deildarinnar var um helgina en það varð hlutskipti Vestra og Aftureldingar, liðanna sem léku úrslitaleik umspilsins í Lengjudeildinni 2023, að falla niður.

Þegar langt var liðið á mótið gátu fáir séð þessi tvö lið falla, þau voru bæði í efri helmingnum þegar tólf umferðir voru búnar (í 5. og 6. sæti). Á þeim tímapunkti sátu KA og ÍA í fallsætum.

Þetta er í fyrsta sinn síðan tólf liða deild var tekin upp þar sem bæði liðin sem falla eru í efri hlutanum á þessum tímapunkti.

Vestri, sem varð bikarmeistari, var reyndar í efri hlutanum allt fram í 21. umferð og var í öðru sæti eftir sex umferðir. Mikið hefur verið rætt og ritað um það hrun sem varð hjá Djúpmönnum.

Þegar hefðbundna deildarkeppnin var hálfnuð hafði Vestri fengið að meðaltali 1,7 stig að meðaltali í leik. Það sem eftir lifði tímabils fékk liðið hinsvegar 0,6 stig að meðaltali í leik.

Frá tólftu umferð vann Afturelding aðeins einn sigur, gegn KA á heimavelli. Jafnteflin urðu mörg en þar sannaðist hið forkveðna að jafnteflin telja ekkert ef þú vinnur ekki leiki með þeim.


Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner