Pep Guardiola, stjóri Man City, var sáttur með spilamennsku liðsins þrátt fyrir tap gegn Aston Villa í dag.
„Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum mikið en náðum ekki að skora. Það vantaði upp á það een heilt yfir var ég ánægður með frammistöðuna," sagði Guardiola.
„VIð stóðum okkur vel, eftir að við bökkuðum aðeins var seinni hálfelikurinn mun betri, heilt yfir var þetta góður leikur."
Pep Guardiola segir að Liverpool sé enn eitt af sigurstranglegustu liðum deildarinnar þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu.
„Ég hef tilfinningu fyrir því að Arsenal muni ekki tapa mikið fleiri stigum. Það er raunveruleikinn, það er tilfinningin gagnvart Arsenal og Liverpool," sagði Guardiola.
„Liverpool er búið að tapa undanförnum leikjum en ég sá leikinn gegn United, þeir fengu ótrúleg færi til að vinna leikinn. Svo ég tel að Liverpool sé enn eitt af sigurstranglegustu liðunum. Ég hef alltaf talið að bæði lið og kannski eitt annað muni tapa nokkrum stigum. Þess vegna verðum við að vera þarna."
Athugasemdir


