Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Fannar spilaði í jafntefli gegn Besiktas
Mynd: Kasimpasa
Andri Fannar Baldursson spilaði allan leikinn hjá Kasimpasa þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Besiktas í tyrknesku deildinni í kvöld.

Kasimpasa er í 12. sæti með 10 stig eftir 10 umferðir en Besiktas er í 4. sæti með 17 stig.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem tapaði 3-0 gegn PAOK í grísku deildinni. Volos er í 7. sæti með 12 stig eftir 8 umferðir en PAOK er á toppnum með 20 stig.

Gísli Gottskálk Þórðarson var ónotaður varamaður þegar Lech Poznan gerði markalaust jafntefli gegn Legia í pólsku deildinni. Poznan er í 5. sæti með 20 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir