Danny Welbeck skoraði laglegt mark fyrir Brighton beint úr aukaspyrnu í tapi gegn sínum fyrrum félögum í Man Utd í dag.
Brighton var þremur mörkum undir en kom til baka og náði að minnka muninn niður í eitt mark áður en Bryan Mbeumo innsiglaði sigur Man Utd.
Brighton var þremur mörkum undir en kom til baka og náði að minnka muninn niður í eitt mark áður en Bryan Mbeumo innsiglaði sigur Man Utd.
„Við erum niðurdregnir. Við vorum með völdin snemma leiks en nokkur kjánaleg mistök urðu að mörkum. Þetta er góður lærdómur fyirr okkur. Við sýndum karakter í lokin en það var ekki nóg," sagði Welbeck.
Man Utd hefur unnið þrjá leiki í röð og skaust upp í 4. sæti með sigrinum í dag.
„Þetta er besta Man Utd lið sem við höfum mætt lengi. Þeir voru vel skipulagðir, þeir eru alltaf með stórkostlega leikmenn og þeir refsuðu okkur fyrir mistökin í dag. Ég trúi því að við getum komið hingað og náð í þrjú stig."
Athugasemdir



